MamaMia

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég verð að hvetja alla til að lesa Tótublogg í dag. Ég er að segja ykkur það að þessi manneskja er snilldar bloggari, hún er svo góður penni, alveg hrikalega fyndin. Hún og Liljan eru uppáhalds bloggararnir mínir.

Mamma er í borginni, kom á laugardaginn og fer í kvöld. Hún er alveg búin að missi sig yfir stelpunni og búin að spreða fullt... bara gaman að því ;o) sérstaklega þegar spreðigleðin færist yfir á dótturina líka, hahaha.....

Annars var ég að fatta það að það er alveg óendanlega stutt þangað til að maður fer norður og það er nokkuð margt sem ég á eftir að gera áður en að ég fer norður. Ég á eftir að klára að kaupa nokkrar jólagjafir, og pakka þeim inn sem verða eftir hérna í borginni. Ég á svo eftir að klára að ákveða og finna allt fyrir skírnina, eins og borða á kjólinn, kerti, skraut og dúka. Segið mér eitt, hvar gæti ég hugsanlega keypt píramídakerti á hagstæðu verði? Eru blómabúðirnar eini sénsinn? Hef nefninlega ekki séð svona píramídakerti í Rúmfatalagernum né Tiger eða Ótrúlegu búðinni.

Horfði á Edduna í gær, m.a. til að berja hana Jósu mína augum en hún og bekkjarfélagar hennar í Leiklistardeild Listaháskólans afhendu ein verðlaunin. Það var sem sagt hún sem sagði alltaf "...já..." Fannst Helga Braga geggjað flott og fúli múli (Kristján) ömurlegur. Jamm... jæja... segjum þetta gott í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home