MamaMia

föstudagur, nóvember 12, 2004

Jæja.. ný komin inn úr snjónum.. jú mikið rétt, það er snjór hérna í borginni ;o) mér til mikillar ánægju því jólatilhlökkunin tvíefldist við það!! Við skotta fórun í góðan göngutúr um hverfið, skrapp í apótekið og Bónus og ég dandalaðist inn á kaffihús í leiðinni. Kaffihúsið er í Gerðubergi og ég verð nú að segja, þrátt fyrir að hafa lítið "vit" á kaffihúsum að þetta kaffihús fær nú ekki marga plúsa hjá mér. Ég borgaði það sama fyrir "heitt súkkulaði" eins og maður borgar á Karólínu, en munurinn var sá að í staðinn fyrir að fá alvöru súkkulaði á Karó þá fékk ég eitthvað sull úr vél á Kaffi Berg.... hnuss segi ég nú bara.. Bókasafnið er í sama húsi og greinilega eitthvað sérstakt í gangi hjá öldruðum í hverfinu því það var hópur af þeim á kaffihúsinu. Svo var ég allt í einu bara ein eftir og inn kemur ung stúlka og bíður í nokkrar mínútur eftir þjónustu. Hún fór á endanum af því að kallinn var bara ekki á svæðinu! Ég hefði getað verið búin að næla mér í súkkulaðibitakökur í fleirtölu ef ég hefði fattað það að kallinn stakk af... ég reikna með að hann hafi látið sig hverfa í a.m.k. 10 mínútur og enginn annar á svæðinu nema ég.. mjög spes!

Jamm... ég ætla að fara að glápa á vídeó meðan að skotta klárar dúrinn, er búin með duglegheitin í dag = göngutúr, versla, drösla vagninum upp 24 tröppur án þess að vekja dömuna og hengja úr einni vél. Svo er það idol í Ástúni 8 og Megavika... Takk fyrir!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home