MamaMia

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Nei nei... komiði heil og sæl... Nú eru auðvitað allir hættir að kíkja inn á bloggsíðuna mína þar sem ég hef ekki komið þar við eftir sumarfrí. Jú jú, ég ákvað að taka mér frí frá blogginu þarna einhvern tíman í sumar, og svo leið bara tíminn án þess að nokkur réði neitt við neitt og allt í einu vorum við bara flutt suður og engin nettenging í einhverjar vikur. Tölvan komst svo upp fyrir rest en með einhverri silalegustu nettengingu sem uppi hefur verið. Þannig að hvöt mín til að hanga á netinu hefur stórlega minnkað þar sem ég hef hreinlega ekki þolinmæðina til þess!! Nú svo eins og kannski flestir vita að þá átti ég barn í september og stelpan mín var ekkert að tefja tímann neitt heldur kom mánuði fyrr en áætlað var og setti allt í skorðum. Við vorum rétt búin að mála íbúðina hérna og gjörsamlega allt á hvolfi þegar ég endaði uppi á spítala þann 16. september.

Ég var svo að spá í það hvort ég ætti nokkuð að vera að blogga meira hérna og bara opna síðu fyrir stelpuna og blogga bara á henni fyrir hana og mig... langaði rosalega mikið til að biðja Dagnýju géara til að hjálpa mér við að búa til síðu því hún er sko grafískur hönnuður og svaka klár... en svo er ég ekki með neitt heimasvæði og einhvern vegin hefur allur vindur farið úr mér með þetta þannig að ég hugsa að ég búi bara til heimasíðu fyrir stelpuna á barnalandi, til að byrja með alla vega!

Við höfum það svo bara fínt, stelpan dafnar rosalega vel en er alltaf með í maganum. Það verður bara að ganga sinn þrautarveg, en ég vona nú að þessu fari nú að linna... er búin að prófa minifom dropana og búin að leyta á náðir grasalæknanna en fannst þetta allt lítið virka. Svo er maður bara á fullu að undirbúa skírnina en við ætlum að skíra fyrir norðan í kirkjunni minni og Blandoninn ætlar að skíra. Við förum snemma í jólafrí, Guðmundur klárar prófin 2. desember og við brunum bara norður fljótlega eftir það og hlökkum mikið til ;o)

Jæja, segjum þetta gott í bili... læt heyra í mér aftur fljótlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home