MamaMia

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Þreyttur................. daman mín hefur tekið upp á því síðustu tvær nætur að vilja ekki festa almenninlega svefn fyrr en undir klukkan 4 á nóttunni og mín því þreytt eftir því. Ég er að vona að það sé bara tímabundin vaxtarkyppur í gangi, enda kommon... gellan orðin tæp 5 kíló og 54 cm c",) Svo eru vonandi magaverkirnir að hætta. Hún er búin að vera svo góð síðustu 2 kvöld, þannig að ég geri ráð fyrir því að minifom droparnir séu loksins að virka... jibbý....

Annars er heilinn á mér alltaf á fullu á kvöldin rétt áður en ég sofna. Er sko búin að vera að hanna jólakort ársins og miklar pælingar í gangi. Ég held að ef mér takist það sem ég er að pæla í að þá verði þetta flottasta jólakort ever!!

Digital-Bjarkey er að verða kreisí in the breinhás yfir nýjasta æðinu, en þannig er að við erum komin með nýja digital afruglarann með öllum þeim ókeypis stöðvum sem því fylgir!!! Þið getið nú rétt ímyndað ykkur sjónvarpsfíkilinn mikla með nýja töfrasprotann í hægri og vinstra brjóstið í mjöltun. Þetta gerir bara útslagið skal ég segja ykkur og þessa dagana er rás númer 51 í uppáhaldi, eða BBC Food. Ó mæ god hvað þetta er cool rás. Við erum að tala um hina og þessa kokka og áhugakokka með þætti um MAT og allt sem því fylgir. Vá hvað mig langar mikið til þess að læra kokkerí og að meðhöndla og rækta grænmeti og matjurtir og kunna beisikk handbrögð við úrbeiningu.... já já.. það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home