MamaMia

mánudagur, nóvember 29, 2004

To hell and back!!

Já, ég held að það megi segja það. Stelpan mín var orðin nokkuð góð í mallanum, en það er óhætt að segja að það hafi verið lognið á undan storminum því þar síðustu helgi var hún verri en nokkru sinni áður. Hún fékk verstu köstin á nóttunni og þau stóðu yfir í klukkutíma og það var ekkert sem maður gat gert fyrir hana. Þetta var hræðilegt, maður ætti ekki að þurfa að horfa upp á barnið sitt kveljast svona. Síðastliðinn þriðjudag fékk ég síðan upphringingu frá dóttur vinkonu mömmu sem lenti í þessu með strákinnn sinn, en hún fór með hann 4 vikna til læknis til að fá það staðfest að hann væri með innantökur. Jú, það var rétt hjá henni, en þá sagði læknirinn henni að einhverjar rannsóknir sýndu að sum börn ættu erfitt með að vinna úr mjólkurpróteinum og henni var því ráðlagt að hætta að drekka mjólk og hætta að borða allt sem innihélt mjólkurprótein, sem by the way er ansi margt! Það virkaði á strákinn og ég ákvað því að prófa. Þið vitið hvað ég og sjálfstjórn eigum illa saman og þetta var því mikil áskorun fyrir mig, mjólkurkálfinn mikla!! En vitiði, þetta er ekki svo erfitt þar sem ég er að gera þetta fyrir dóttur mína og viti menn... hún hefur ekki fengið kast síðan á miðvikudagskvöldið og er bara búin að vera algjört ljós síðan á fimmtudag. Oh my God, þvílík sæla og hamingja... ég er bara fallin fyrir henni all over again c",) Í staðin er hún bara komin með hor í nös greyið... en það er nú ekki hættulegt, hehe.....En mikið er ég pirruð yfir því að hafa ekki verið búin að fá þessar uppslýsingar fyrr, ég meina.. sko stelpan er 2 1/2 mánaða gömul... en það er betra seinna en aldrei.

Við höfum ekki verið hérna heima í Súluhólunum síðan á fimmtudag því eigandi íbúðarinnar mætti í borgina með stórfjölskylduna á djammið. Við erum því búin að vera hjá Örnu mágkonu og hennar fjölskyldu, þau voru svo ósköp góð að taka okkur að sér. Við höfðum það gott hjá þeim, borðuðum góðan mat og gláptum á Idol og svona. Þetta bévítans Idol segi ég núna, vegna þess að ég er pirruð út í dómnefndina. Þau eru greinilega búin að fyrirfram ákveða það hverjir eiga að komast í úrslitin og því finnst mér þessi skrípaleikur með kosninguna alveg fáránlegur. Ég meina það, dómar þeirra hafa stundum verið alveg út úr kú og maður er bara fúll út í liðið... Nóg um það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home