MamaMia

sunnudagur, desember 05, 2004

Ég er hamingjusöm

og ég get sagt það í votta viðurvist. Við erum komin norður, komum á föstudagskvöldið og ferðin norður gekk bara ágætlega. Stelpan svaf sem betur fer mest alla leiðina en lét okkur svosum alveg heyra það að hún var ekkert súper ánægð með að vera föst í einhverjum bílstól fyrstu kílómetrana og af og til á leiðinni, en svona er það bara, hún verður bara að vera örugg í bílnum og ósátt stundum!!! En aftur að hamingjunni... ég upplifði hamingju-móment í dag þegar við Guðmundur vorum að föndra við að setja jólaseríur á húsið, stelpan sofandi úti í vagni, ilm lagði frá smákökubakstri úr eldhúsinu í bland við yndislega sveitailminn og veðrið og kyrrðin alger sæla. Ég dró djúpt inn andann og sagði við Guðmund að ég elskaði hann og dóttur og okkar og að ég væri innilega hamingjusöm. Ég hef ekki oft sagt það upphátt að ég sé hamingjusöm þó að ég hafi yfirleitt verið það síðast liðin ár. Hefur sennilega þótt það of væmið eða eitthvað...

Jólakortin er svo að segja tilbúin, bara eftir að prenta þau út... ég er mjög ánægð með þau. Jólaseríum fjölgar hér í gluggum dag frá degi og mamma tekur hamskiptum í eldhúsinu í bakstrinum. Við erum svo að skipuleggja skírnina þess á milli og gengur bara vel. Lífið er gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home