MamaMia

fimmtudagur, desember 16, 2004

Gvöð hvað ég á sæta og duglega stelpu. Hún var í 3 mánaða skoðun í morgun og þurfti að fá sína fyrstu sprautu. Hún var í svaka stuði, hjalaði bara og hjalaði við lækninn og kipptist aðeins við þegar stungan kom en ekkert meir, ekki eitt píbb, ekki bofs.... Ég var ekkert smá stolt af henni krúttu minni.

Mér heyrist á sumum að þeir séu orðnir þreyttir á að bíða eftir skírninni, þ.e. að fá að vita nafnið á stelpunni, en kommon, þetta kemur allt saman með kalda vatninu. Hins vegar er ég afar sorgmædd yfir því hvað fáir af mínum vinum geta komist í skírnina. Svo virðist sem að mínar elstu og bestu vinkonur, Sara og Jósa, geti ekki komist og ég er mjög leið yfir því... fjandans vinna, því jólin eru svo óhagstæð vinnulega séð. Af hverju er ekki bara öllu lokað fram að 4ða í jólum eða svo, þetta er ómannúðlegt að láta fólk hanga svona í vinnunni í staðin fyrir að vera heima með fjölskyldunni sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home