MamaMia

fimmtudagur, desember 30, 2004

Já, þetta hafa svo sannarlega verið yndisleg jól. Við Guðmundur vorum heima í Gröf með stelpuna á aðfangadag og það var alveg ótrúlega yndislegt. Skottan fékk þvílíku pakkana og í þeim voru meðal annars kjóll frá París, en Villi og Oddný keyptu hann þar á ferð sinni þar í haust. Hún fékk líka fleiri falleg föt og einnig dót í baðið og bangsa. Svo var nú komið að stóra deginum, en á annan í jólum var skírn í Kaupangskirkju. Ég var nú alveg að farast úr stressi kvöldinu áður því ekki leit nú veðrið vel út og óttinn um að tengdafjölskyldan kæmist ekki og skírnarkjólinn alveg í hámarki. Ég var svo engu skárri í stressinu í hádeginu á skírnardaginn þar sem ófært var út eftir og náðist ekki að ryðja þangað fyrr en rétt fyrir hádegi. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hef sjaldan orðið svona stressuð og finnst alveg fáránlegt núna eftir á að hafa látið stressið fara svona með mig!! En að skírninni sjálfri, presturinn hann Hannes Blandon var alveg frábær og náði að róa mig fljótt niður. Stelpan var svo auðvitað yndisleg og spjallaði bara við Blandoninn um það leyti sem hann var að skíra hana. Hún fékk svo nöfnin Járnbrá Karítas og vissulega urðu sumir hissa og jafnvel sjokkeraðir c",) Allt gekk vel og Járnbrá sofnaði svo bara í seinni hluta messunnar. Veislan var svo heima í Gröf og heppnaðist alveg frábærlega, enda hvað annað hægt þegar Sigurlaug húsmóðir í Gröf er annars vegar og hjálparhellan hún Ella.... Þetta var í einu orði alveg yndislegur dagur og oft sem tárin voru ekki langt undan, sérstaklega þegar mamma söng fyrir ömmustelpuna sína.

Við erum í Ólafsfirði núna og verðum fram yfir áramót, verst bara hvað veðurspá er leiðinleg. Hins vegar er það ekki allt, heldur að vera með fjölskyldunni og það er alveg frábært, enda nóg fyrir afa og ömmu að gera, með barnabörnin sín 3, Járnbrá Karítas, Þórð Hólm og Ragnheiði Köru. Við óskum öllum vinum og vandamönnum gleðilegs árs og friðar á nýju ári 2005.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home