Það gengur eitthvað illa að koma þessari blessuðu tölvu okkar til að virka almenninlega og Guðmundur búinn að standa á haus í að reyna uppfæra hana og ég veit ekki hvað.
Við erum sem sagt komin suður aftur og allir bara nokkuð hressir. Ég hef sem sagt ekki getað gert mikið fyrir heimasíðuna hennar Járnbrár Karítasar og enn síður getað bloggað eitthvað, en nú stefnir allt í að tölvan sé að komast í almennilegt horf.
Ég fékk skemmtilega upphringingu á dögunum frá henni Elsu vinkonu, en þannig er að hún var að endurnýja gamla bón. Ég fattaði auðvitað ekkert um hvað hún var að tala, en þannig er að hún var búin að byðja mig um þetta fyrir löngu og nú er komið að þessu. Hún er sem sagt að fara að gifta sig, unnusti hennar bað hennar í byrjun desember og kom henni svona skemmtilega á óvart. Nú er hún svo byrjuð að plana stóra daginn og bað mig sem sagt um að syngja fyrir þau í athöfninni. Yndislegt, ekki satt?! Oh... ég er svo glöð fyrir hennar hönd. Til hamingju aftur Elsa mín.
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur. Það var auðvitað Idol-partý hérna síðustu helgi og Arna mágkona og fjölskyldan hennar kom ásamt Jónínu vinkonu hennar og dóttur hennar. Mér fannst keppnin bara góð og fannst Jónsi alveg frábær gestadómari fyrir utan dóma hans um Ylfu, er alls ekki að fatta hvað menn sjá við hana, finnst röddin hennar ekkert spes, bara eins og rödd hins normal íslendings um verslunarmannahelgi... það vantar bara gítarinn framan á hana. Ég þoli svo ekki eyjagelluna, finnst hún hræðileg og hélt að hún færi núna og var því hissa á því hve fór. Ekki það að sú kona heilli mig eitthvað, en hún getur þó sungið, sem Ylfa og Eyjagellan geta ekki. Annars fer það bara enn í pirrurnar á mér hvað dómararnir hafa mikil áhrif á keppnina og vita það og stýra henni eins og þau geta. Fyrst þau vilja ráða því hverjir komast áfram og hverjir ekki þá eiga þeir bara að hafa 50% vægi á móti almenningi og ekki vera með þessa stæla; "Þetta var ekki gott hjá þér en ég veit að þú getur betur og ég vil sjá þig áfram". Þær eru þarna 3 sem mér finnst áberandi bestar, þær Hildur Vala, Margrét Lára og Aðalheiður (gæsahúð dauðans þegar hún söng Dimmar rósir....) en svo var ég alveg sammála Jónsa um að Helgi Þór á eftir að ná langt því hann er duglegur þó að hann hafi ekki endilega bestu röddina. Svo hefur Davíð auðvitað fallega rödd en ég er bara ekki viss um mótífin hans, hvort hann sé einlægt til í að verða næsta idol?! Lísa frænka er líka hörkugóð, en hún þarf bara að trúa aðeins meira á sig og ekki leyfa stressinu að rjúka svona upp. Brynja hefur svo auðvitað allan pakkann, en hún má ekki fremja fleiri "sjálfsmorð" og velja svona krefjandi lög með svona gellu... maður bara syngur ekki svona lög með gellum eins og Celine Dion og Witney Houston án þess að hafa 120% trú á sjálfan sig. Hlakka til að sjá hvað gerist næst.
Við erum sem sagt komin suður aftur og allir bara nokkuð hressir. Ég hef sem sagt ekki getað gert mikið fyrir heimasíðuna hennar Járnbrár Karítasar og enn síður getað bloggað eitthvað, en nú stefnir allt í að tölvan sé að komast í almennilegt horf.
Ég fékk skemmtilega upphringingu á dögunum frá henni Elsu vinkonu, en þannig er að hún var að endurnýja gamla bón. Ég fattaði auðvitað ekkert um hvað hún var að tala, en þannig er að hún var búin að byðja mig um þetta fyrir löngu og nú er komið að þessu. Hún er sem sagt að fara að gifta sig, unnusti hennar bað hennar í byrjun desember og kom henni svona skemmtilega á óvart. Nú er hún svo byrjuð að plana stóra daginn og bað mig sem sagt um að syngja fyrir þau í athöfninni. Yndislegt, ekki satt?! Oh... ég er svo glöð fyrir hennar hönd. Til hamingju aftur Elsa mín.
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur. Það var auðvitað Idol-partý hérna síðustu helgi og Arna mágkona og fjölskyldan hennar kom ásamt Jónínu vinkonu hennar og dóttur hennar. Mér fannst keppnin bara góð og fannst Jónsi alveg frábær gestadómari fyrir utan dóma hans um Ylfu, er alls ekki að fatta hvað menn sjá við hana, finnst röddin hennar ekkert spes, bara eins og rödd hins normal íslendings um verslunarmannahelgi... það vantar bara gítarinn framan á hana. Ég þoli svo ekki eyjagelluna, finnst hún hræðileg og hélt að hún færi núna og var því hissa á því hve fór. Ekki það að sú kona heilli mig eitthvað, en hún getur þó sungið, sem Ylfa og Eyjagellan geta ekki. Annars fer það bara enn í pirrurnar á mér hvað dómararnir hafa mikil áhrif á keppnina og vita það og stýra henni eins og þau geta. Fyrst þau vilja ráða því hverjir komast áfram og hverjir ekki þá eiga þeir bara að hafa 50% vægi á móti almenningi og ekki vera með þessa stæla; "Þetta var ekki gott hjá þér en ég veit að þú getur betur og ég vil sjá þig áfram". Þær eru þarna 3 sem mér finnst áberandi bestar, þær Hildur Vala, Margrét Lára og Aðalheiður (gæsahúð dauðans þegar hún söng Dimmar rósir....) en svo var ég alveg sammála Jónsa um að Helgi Þór á eftir að ná langt því hann er duglegur þó að hann hafi ekki endilega bestu röddina. Svo hefur Davíð auðvitað fallega rödd en ég er bara ekki viss um mótífin hans, hvort hann sé einlægt til í að verða næsta idol?! Lísa frænka er líka hörkugóð, en hún þarf bara að trúa aðeins meira á sig og ekki leyfa stressinu að rjúka svona upp. Brynja hefur svo auðvitað allan pakkann, en hún má ekki fremja fleiri "sjálfsmorð" og velja svona krefjandi lög með svona gellu... maður bara syngur ekki svona lög með gellum eins og Celine Dion og Witney Houston án þess að hafa 120% trú á sjálfan sig. Hlakka til að sjá hvað gerist næst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home