MamaMia

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Jamm... hef það bara ágætt þessa dagana og öll að koma til. Janúarmánuður var mér ekkert svo erfiður, eins og oft hefur verið. Ég held að það sé út af því að ég á lítinn gleðipinna núna sem keep´s me busy.. og svo held ég að það hafi líka hjálpað að við vorum fyrir norðan í kósíheitum fram að 9. janúar eða eitthvað svoleiðis, sem stytti mánuðinn verulega. Þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt að einn mánuður innihaldi 5 helgar... lengdin á einum mánuði!!! Það sem hefur gert þennan mánuð svo óbærilegan í gegnum tíðina er jólasöknuðurinn, ég er svo mikið jólabarn og mikið fyrir jólaljósin og góða matinn að ég hreinlega tek því mjög illa þegar ljósin og skrautið er tekið niður. En að þessu sinni eins og ég segi, þá gekk þetta hratt fyrir sig, sem betur fer.

Var að þvælast inni á þjóðskránni áðan og skoða nöfn og svona. Þær eru sem sagt orðnar 5 dömurnar sem heita Járnbrá, sú yngsta fyrir utan skottuna mína er fædd 1985 og er víst frá Bakkafirði. Svo erum við 15 eða 16 (man ekki alveg hvort var) sem heitum Bjarkey. Svo vissi ég auðvitað af því að til er fyrirtæki sem heitir Bjarkey, það er heildsala held ég.. en ég vissi ekki hins vegar að til er fyrirtæki sem heitir Járnbrá.. er á leiðinni í að fara að komast að því hvað það fyrirtæki stendur fyrir c",)

1 Comments:

  • Gvöööð, löngu byrjuð að blogga! Ég var stöðugt að kíkja á síðuna hjá þér en sá aldrei fréttir. Ætli ég hafi sofnað á vaktinni!? :D Gaman að fá aftur fréttir frá þér prívat og persónulega :) En auðvitað hefur maður fylgst með á heimasíðunni hennar Járnbráar Karítasar.

    Kær kveðja frá Kristínu

    By Blogger Sello_Stina, at 3:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home