MamaMia

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Uss hvað ég er eitthvað mygluð þessa vikuna. Ég held að ég verði að fara að taka lýsi eða eitthvað því ég er svo orkulaus og þreytt í höfðinu. Það er loksins búið að taka upp snjóinn hérna en þá kemur í staðinn rigning og rok þannig að ég hef nú ekki farið neitt út með Járnbrá í vagninum síðan síðustu helgi. Ekki gott mál því það eykur á orkuleysi mitt! Það er reyndar líka afskaplega erfitt að ná einhverju loftflæði í þessari íbúð sem við erum í og það skapast mest megnis út af því að hér er gamalt og frekar óvistvænt teppi á gólfinu, en það er samt skárra núna en var því við erum komin með loftviftu.

En nóg um það.. ég var að spá í að blogga um idolið en það er alltaf sama sagan með íslendinga.. þetta er bara "ég þekki þennan" keppni og ég nenni ekki að ergja mig frekar á þessu rugli.

Annars nýt ég þess út í ystu æsar að eiga svona litla og sæta fjölskyldu. Guðmundur er voða duglegur í skólanum og elskar stelpurnar sínar voða heitt og sýnir okkur það daglega. Við sýnum honum líka til baka hvað við dýrkum hann c",) Við erum svona að velta því fyrir okkur hvað við eigum að gera í húsnæðismálum nú í vor þegar við komum norður, því við munum ekki byrja að byggja fyrr en Guðmundur hefur klárað skólann, sem verður vorið 2006 ef allt gengur að óskum. Planið er sem sagt að koma norður í vor og Guðmundur vonast til að fá vinnu á staðnum sem hann er búinn að sækja um á, best að segja ekki frá því hvaða vinnustaður það er, don´t wanna jinx it!! Ég vonast svo til að fá kennslu í Hrafnagilsskóla en ég auðvitað veit ekki hvort að það gangi upp því staða kennara þar er mjög góð, enginn ómenntaður held ég. Ég mun auðvitað sækja um í fleiri skólum þegar stöður verða auglýstar í vor. Okkur langar samt helst í húsnæði inn í sveit og vonumst auðvitað til að fá húsnæði á vegum Hrafnagilsskóla en líkurnar eru frekar litlar. Svo bara þekki ég ekki leigumarkaðinn í sveitinni en það er best að fara að grennslast fyrir um það. Guðmundur ætlar svo að klára það sem hann á eftir í rafvirkjun næsta haust og "brautskráist" þá frá VMA um jólin og ætlar svo suður aftur eftir áramót til að taka sveinsprófið í rafeindavirkjun og brautskráist þá aftur frá Iðnskólanum vorið 2006!!! Hvernig við sem fjölskylda tökumst á við þessa síðustu önn í Iðnskólanum verður bara tíminn að leiða í ljós.

Jæja, það er þá best að fara að vafra aðeins um á netinu og sjá til...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home