Heil og sæl öll...
ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara að blogga aftur?! Var að skoða bloggið hjá bróður mínum og áttaði mig á því að ég er bara alveg dottin út úr þessu bloggdæmi - les varla lengur blogg!
Það er sko komin nettur vor fílingur í mann núna, lóan komin og svona, gott veður og ég er bara farin að bíða eftir fríinum, ég verð að viðurkenna það.
Annars sat ég ráðstefnu síðusta laugardag á vegum háskólans á Akureyri; Að sá lífelfdu fræi. Þetta var mjög skemmtileg og góð ráðstefna og fyrsti fyrirlesarinn kom frá Bretlandi og var sá magnaðasti sem ég hef séð. Maðurinn talaði um mikilvægt og gott málefni í 45 mínútur, blaðlaust, hnökralaust og á einstaklega góðu máli. Svo var í boði að fara á hinar og þessar málstofur og hver gat valið sér þrjár. Sú sem vakti mesta athygli hjá mér var málstofa frá Norðlingaskóla, nýjasta skólanum í Reykjavíkurhreppi eins og þau sögðu. Margt í gangi þar sem maður getur tekið sér til fyrirmyndar og vonandi hefur framtíðaráhrif á þróun skólamála hér á landi.
Jæja, best að fara að vinna eitthvað. Hver veit nema að ég haldi þessu áfram!
ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara að blogga aftur?! Var að skoða bloggið hjá bróður mínum og áttaði mig á því að ég er bara alveg dottin út úr þessu bloggdæmi - les varla lengur blogg!
Það er sko komin nettur vor fílingur í mann núna, lóan komin og svona, gott veður og ég er bara farin að bíða eftir fríinum, ég verð að viðurkenna það.
Annars sat ég ráðstefnu síðusta laugardag á vegum háskólans á Akureyri; Að sá lífelfdu fræi. Þetta var mjög skemmtileg og góð ráðstefna og fyrsti fyrirlesarinn kom frá Bretlandi og var sá magnaðasti sem ég hef séð. Maðurinn talaði um mikilvægt og gott málefni í 45 mínútur, blaðlaust, hnökralaust og á einstaklega góðu máli. Svo var í boði að fara á hinar og þessar málstofur og hver gat valið sér þrjár. Sú sem vakti mesta athygli hjá mér var málstofa frá Norðlingaskóla, nýjasta skólanum í Reykjavíkurhreppi eins og þau sögðu. Margt í gangi þar sem maður getur tekið sér til fyrirmyndar og vonandi hefur framtíðaráhrif á þróun skólamála hér á landi.
Jæja, best að fara að vinna eitthvað. Hver veit nema að ég haldi þessu áfram!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home